Fyrirspurn / Nýskráning

Metta

Velkomin í Mettu.

Metta er vefkerfi sem gerir viðskiptavinum Lostætis og Sesam brauðhúss kleift að panta veitingar á einfaldan, öruggan og fljótlegan hátt. Kerfið er sett upp eins og vefverslun og einfaldar boðleiðir til muna. Einnig minnkar það líkur á að pöntun fari úrskeiðis líkt og þegar pöntun er gerð með tölvupósti eða í gegnum síma.

Metta var smíðuð af Lostæti, veislu- og veitingaþjónustu árið 2009 og hefur verið notuð síðan til að afgreiða veitingar innan veggja Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Árið 2015 var Metta svo endurbætt svo um munar til að auðvelda fleiri viðskiptavinum okkar pantanir á veitingum. Þar á meðal er hægt að skrá afhendingarstaði og akstursgjald, halda utan um sérkjör til stærri viðskiptavina og skrá beiðnanúmer. Kerfið sendir sjálfkrafa út áminningar bæði til viðskiptavina og starfsstöðva ef þörf er á, ásamt því að ávallt er hægt að skoða og prenta út eldri pantanir í PDF skjali.

Hvort sem þú er í veitingaþjónustu eða í leit að slíkri þjónustu geturðu kynnt þér málið og fengið nánari upplýsingar um hvernig Metta getur aðstoðað þig á einfaldan og öruggan hátt.